Jólahappdrætti
tilverastjorn • 30. október 2025
Jólahappdrætti

Taktu þátt í styrktarhappdrætti Tilveru!
Kauptu happdrættismiða og styrktu starfsemi Tilveru – samtaka um ófrjósemi.
Allur ágóði rennur beint í að styðja við félagsfólk með:
Mánaðarlega stuðningshópa þar sem fólk getur hist og rætt saman í öruggu umhverfi.
Fjölbreytta viðburði og fræðslur yfir árið – öllu félagsfólki að kostnaðarlausu.
Símaráðgjöf sálfræðings sem stendur félagsfólki til boða mánaðarlega.
Verð á miða: 2.900 kr.
Dregið verður 11. desember 2025 kl. 20:00 í Sigtúni 42.
Veglegir vinningar í boði frá fjölmörgum fyrirtækjum um land allt!
Með því að kaupa miða tekur þú þátt í að gera starfið okkar mögulegt – og gætir jafnframt unnið frábæran vinning!
Takk fyrir að styðja Tilveru




